Kristnihald undir Jökli

Kristnihald undir Jökli er skáldsaga eftir Halldór Laxness sem kom út árið 1968. Hún segir frá Umba, umboðsmanni biskups, og sendiför hans vestur á Snæfellsnes til að kanna stöðu mála hjá Jóni Prímusi sem er hættur að sinna embættisverkum sínum, auk þess sem hjúskaparstaða hans er frekar óljós.

Bjarni Bjarnason, rithöfundur, hefur sett fram þá kenningu að bók Bram Stoker, Drakúla, hafi haft mikil áhrif á Kristinhald undir Jökli.[1]

Kvikmyndin Kristnihald undir Jökli, í leikstjörn Guðnýjar Halldórsdóttur var frumsýnd 1989.

Tenglar

breyta

Kennsluefni og nemendavefur um Kristnihald undir Jökli frá 2001 Geymt 22 júlí 2011 í Wayback Machine Kennsluvefir Hörpu Hreinsdóttur 2010

Neðanálsgreinar

breyta
  1. Bjarni Bjarnason. 2004. Systkinabækurnar Kristnihald undir Jökli & Drakúla[óvirkur tengill]. Lesbók Morgunblaðsins 17. janúar 2004, bls. 4-5.
   Þessi Íslandsgrein sem tengist bókmenntum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.