Kristján Pétur Andrésson

Kristján Pétur Andrésson, fæddur 21. ágúst 1991 í Stykkishólmi, er íslenskur körfuknattleiksmaður.

Kristján Pétur Andrésson
Upplýsingar
Fullt nafn Kristján Pétur Andrésson
Fæðingardagur 21. ágúst 1991
Fæðingarstaður    Stykkishólmur, Ísland
Hæð 1.91m
Þyngd 90 kg
Leikstaða Framherji
Núverandi lið
Núverandi lið Álftanes
Númer 14
Meistaraflokksferill1
Ár Lið
2009–2011
2011
2011–2013
2013-2014
2014-2016
2018-2020
2020-2021
Snæfell
Skallagrímur
KFÍ
Snæfell
ÍR
Þór Akureyri
Álftanes

1 Meistaraflokksferill
síðast uppfærður 22. maí 2018.

Ferill

breyta

Kristján kom upp í gegnum yngri flokka Snæfells og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með félaginu árið 2009. Í febrúar 2011 var hann lánaður til 1. deildarliðs Skallagríms þar sem hann skoraði 14,7 stig að meðaltali í 7 leikjum í deild og úrslitakeppni. Haustið 2011 skipti hann yfir til KFÍ og hjálpaði þeim að vinna 1. deildina vorið 2012. Hann lék 18 leiki með KFÍ í Úrvalsdeild karla tímabilið eftir og skoraði þar 12,4 stig að meðaltali í leik.

Kristján skipti yfir til Snæfells haustið 2013[1] og svo til ÍR haustið 2014[2] og lék með þeim tvö tímabil áður en meiðsli urðu til þess að hann lagði skóna á hilluna. Tímabilið 2016-2017 var hann formaður körfuknattleiksdeildarinnar hjá ÍR.[3]

Í janúar 2018 tók hann fram skóna á nýjan leik og lék einn leik með Þór Akureyri í Úrvalsdeild karla. Hann lék með liði Þórs sem sigraði 1. deildina tímabilið 2018-2019 og vann sér sæti aftur í Úrvalsdeildinni.[4]

Titlar

breyta

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta

Tölfræðisíða á KKÍ.is