Kristján Pétur Andrésson
Kristján Pétur Andrésson, fæddur 21. ágúst 1991 í Stykkishólmi, er íslenskur körfuknattleiksmaður.
Kristján Pétur Andrésson | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Kristján Pétur Andrésson | |
Fæðingardagur | 21. ágúst 1991 | |
Fæðingarstaður | Stykkishólmur, Ísland | |
Hæð | 1.91m | |
Þyngd | 90 kg | |
Leikstaða | Framherji | |
Núverandi lið | ||
Núverandi lið | Álftanes | |
Númer | 14 | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | |
2009–2011 2011 2011–2013 2013-2014 2014-2016 2018-2020 2020-2021 |
Snæfell → Skallagrímur KFÍ Snæfell ÍR Þór Akureyri Álftanes | |
1 Meistaraflokksferill |
Ferill
breytaKristján kom upp í gegnum yngri flokka Snæfells og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með félaginu árið 2009. Í febrúar 2011 var hann lánaður til 1. deildarliðs Skallagríms þar sem hann skoraði 14,7 stig að meðaltali í 7 leikjum í deild og úrslitakeppni. Haustið 2011 skipti hann yfir til KFÍ og hjálpaði þeim að vinna 1. deildina vorið 2012. Hann lék 18 leiki með KFÍ í Úrvalsdeild karla tímabilið eftir og skoraði þar 12,4 stig að meðaltali í leik.
Kristján skipti yfir til Snæfells haustið 2013[1] og svo til ÍR haustið 2014[2] og lék með þeim tvö tímabil áður en meiðsli urðu til þess að hann lagði skóna á hilluna. Tímabilið 2016-2017 var hann formaður körfuknattleiksdeildarinnar hjá ÍR.[3]
Í janúar 2018 tók hann fram skóna á nýjan leik og lék einn leik með Þór Akureyri í Úrvalsdeild karla. Hann lék með liði Þórs sem sigraði 1. deildina tímabilið 2018-2019 og vann sér sæti aftur í Úrvalsdeildinni.[4]
Titlar
breyta- Íslandsmeistari
- 2010
- Bikarmeistari
- 2010
- Meistarakeppni karla
- 2010
- Fyrirtækjabikarinn
- 2010
- Deildarmeistari
- 2011
- 1. deild karla
- 2012, 2019