Kristín Ólafsdóttir - Tennurnar mínar

Tennurnar mínar er 45-snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1971. Á henni flytur Kristín Ólafsdóttir tvö ný barnalög. Útsetningar og hljómsveitarstjórn, Reynir Sigurðsson. Um hljóðritun sá Ríkisútvarpið. Ljósmynd á umslagi er eftir Jóhönnu Ólafsdóttur. Teikningar á umslagi gerði Halldór Pétursson

Tennurnar mínar
Bakhlið
SG - 557
FlytjandiKristín Ólafsdóttir
Gefin út1971
StefnaBarnalög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
Hljóðdæmi


Lagalisti

breyta
  1. „Tennurnar mínar“ - Lag - texti: Kare Gröttum - Örn Snorrason - Lag þetta er gefið út á SG-hljómplötu að tilhlutan Tannlæknafélags Íslands.
  2. „Dýramál“ - Lag - texti: Gísli Kristjánsson - Hjörtur Hjálmarsson


Tennurnar mínar

breyta
Hjá tannlækni ég tafði um stund
og trúið mér, að þar
mér ekkert reyndist óttarlegt.
Hann afbragðs óður var.
Hann spurði bara: „Burstarðu tennur þínar?"
Svo brosti hann glaður, þegar hann sá mínar.
Viðlag:
Það skemmist ei tönn, sem er skínandi hrein.
Því skal ég ekki neitt láta vinna þeim mein.
Þann krakka er í sífellu sœlgœti vill,
sœkir heim tannpínan ill.
Það er grátlegt og leitt,
það er grátlegt og leitt,
að geta varla tuggið neitt.
Á eftir mat ég alltaf bursta
eins og vera ber.
Ég skola munn og skirpi i vask
og skoða tennur fer.
Í spegli lít ég yfir allt það hreina.
Já, aldrei má ég láta skemmast neina.
Ég œtla að borða ávexti
og alls kyns hollan mat,
og ekki skal ég hreyfa hönd,
þótt horfi á kökufat.
Mér þykir hart, að heimsins villimönnum
hljótist meira gagn af sínum tönnum.
Hver óskemmd tönn er eins og perla,
eitt hið bezta skart,
því skal ég halda heiðri í
það holla, sem er margt.
Þótt sumir aðrir ekki hugsi um sínar
ég ætla að reyna að vernda mínar.


(Þýtt úr norsku: Örn Snorrason).