Kringla (hverfahluti)
(Endurbeint frá Kringlan (hverfahluti))
Kringla er hverfahluti í hverfaskiptingunni Háaleitis- og Bústaðahverfi í Reykjavík.
Innan suðurhluta hverfahlutans, sunnan Listabrautar, eru aðallega íbúðir en einnig eru þar höfuðstöðvar Verkís, Verzlunarskóli Íslands, Hamborgarabúlla Tómasar, Heilsugæslan Efstaleiti, LOGOS lögmannsstofa, Teiknistofan Tröð, Von og Rauði krossinn. Innan norðurhluta hverfahlutans, norðan Listabrautar eru meðal annars verslunarmiðstöðin Kringlan, Borgarleikhúsið, Vinnumálastofnun, Umboðsmaður skuldara, Umboðsmaður barna, höfuðstöðvar Sjóvá og Hús verslunarinnar.