Háaleiti og Bústaðir

Háaleiti og Bústaðir er hverfi í Reykjavík. Til hverfisins teljast Háaleiti, Múlar, Kringla, Bústaðir, Fossvogshverfi, Smáíbúðahverfið og Blesugróf.

Kort sem sýnir Háaleiti- og Bústaðahverfi.

Í vestur markast hverfið af línu sem dregin er eftir miðri Kringlumýrarbraut. Í austur markast hverfið af Reykjanesbraut.

Í norður markast hverfið af línu sem er dregin um eftirtaldar götur og skal miðað við miðju þeirra: Suðurlandsbraut, Grensásveg og Miklubraut. Í suður markast hverfið af sveitarfélagamörkum Kópavogs.

Árið 2017 voru íbúar Háaleitis og Bústaða rúmlega 14.500 talsins.

  Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.