Kratýlosforngrísku: Κρατύλος, Kratylos, uppi á 5. öld f.Kr.) var forngrískur heimspekingur, líklega frá Aþenu. Meginheimildin um ævi hans er samræðan Kratýlos eftir Platon.

Kratýlos var herakleitingur en mun hafa verið öllu róttækari. Herakleitos á að hafa sagt að maður stígi ekki tvisvar í sömu ána[1] en samkvæmt Aristótelesi hélt Kratýlos því fram að ekki væri hægt að stíga einu sinni í sömu ána.[2]. Kratýlos taldi að heimurinn væri breytingum algerlega undirorpinn. Ef það er ekki hægt að stíga í ána því áin er í sífelldri breytingu, þá er líka ómögulegt að tala um ána, því um leið og orðin eru sögð er áin horfin og ný á orðin til. Kratýlos hætti af þessum sökum að tala. Hann tjáði sig með því að benda fingrinum í staðinn.

Tilvísanir breyta

  1. Platon, Kratýlos 402A.
  2. Aristóteles, Frumspekin, VI.5 1010a10-15.
   Þetta æviágrip sem tengist fornfræði og heimspeki er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.