Krabbaþokan
(Endurbeint frá Krabba-þokan)
Krabbaþokan er gasþoka í nautsmerkinu. Hún er leifar sprengistjörnu sem talin er samsvara fyrirbæri sem arabískar, kínverskar og japanskar heimildir geta um árið 1054. Fyrstur til að lýsa þokunni var John Bevis árið 1731. Í miðri þokunni er Krabbatifstjarnan, nifteindastjarna 28-30 km í þvermál, sem gefur frá sér geislabylgur sem spanna allt frá útvarpsgeislum að gammageislum. Hún snýst 30,2 sinnum á sekúndu.
Tenglar
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Krabbaþokunni.
- M1 - Krabbaþokan í Nautinu á Stjörnufræðivefnum.