Koxmolar

Kox (koks[1] eða sindurkol) er kolefniseldsneyti unnið úr kolum (oftast linkolum) með lágt ösku- og brennisteinsinnihald.

VinnslaBreyta

 
Koxofn í suður-Wales í Wales á Bretlandi

Í dag er kox unnið úr linkolum (áður fyrr var einnig notast við steinkol) með því að hita þau upp í 1.000 ⁰C í lofttæmdum ofni, en við það gufa rokgjörn efni eins og vatn, kolagas og kolatjara upp úr þeim. Nota má kolagasið sem eldsneyti (áður fyrr notað sem ljósagas).

OrðsifjarBreyta

Orðið kox (hk. no.) er líklegast komið af þýska orðinu „koks“, en orðið er notað sem sagnorð í öðrum tungumálum um það að vinna kox. Sagnmynd orðsins er stundum notað í daglegu tali um einhverskonar mistök („ég koxaði á viðtalinu“) eða uppgjöf vélar („sláttarvélin koxaði þegar ég lenti á steini“). Sindur er orð yfir smiðjuúrgang, en kox var lítið annað en úrgangsefni þar til það var byrjað að nýta það sem eldsneyti á 17. öld.

TilvísanirBreyta

  1. Orðabók Háskólans