Korkeik

trjátegund af Beykiætt

Korkeik (fræðiheiti: Quercus suber), er meðalstórt, sígrænt tré. Það er aðaluppspretta korks í víntappa auk annarra nota. Það er ættað frá suðvestur Evrópu og norðvestur Afríku. Á miðjarðarhafssvæðinu er það ævaforn tegund meðsteingerfinga sem ná allt aftur til Tertíer.[1]

Korkeik
Korkeik
Korkeik
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Beykibálkur (Fagales)
Ætt: Beykiætt (Fagaceae)
Ættkvísl: Eik (Quercus)
Tvínefni
Quercus suber
L.
Útbreiðslukort korkeikar
Útbreiðslukort korkeikar
Samheiti
Listi
  • Quercus cintrana Welw. ex Nyman
  • Quercus corticosa Raf.
  • Quercus mitis Banks ex Lowe
  • Quercus occidentalis Gay
  • Quercus sardoa Gand.
  • Quercus subera St.-Lag.
  • Quercus suberosa Salisb.

Það verður allt að 20 m hátt, en er yfirleitt mun lægra í náttúrulegu umhverfi.

Korkeik myndar stundum blending við Quercus cerris, en báðar vaxa saman villtar í suðvestur Evrópu og í ræktun. Blendingurinn er þekktur sem "Lucombe oak" eða Quercus × hispanica. Korkur er einnig frameliddur í austur Asíu af náskyldri tegund: Kínakorkeik (Quercus variabilis).

Tilvísanir

breyta
  1. Eriksson, E.; Varela, M.C.; Lumaret, R. & Gil, L. (2017). „Genetic conservation of Quercus suber“ (PDF). European Forest Genetic Resources Programme (EUFORGEN), Bioversity International.

Ytri tenglar

breyta

Viðbótarlesning

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.