Konungar Tara
Konungar Tara voru þeir konungar sem ríktu á hæðinni Tara í Meath-sýslu á Írlandi. Þeir voru fulltrúar mjög gamallar hugmyndar um heilagan konungsdóm á Írlandi, en miklar hefðir og þjóðsögur tengdust þessum konungsdómi sem ekki eru mjög vel þekktar í dag.
Konungar á Tara höfðu misjafnlega mikið vald eftir tímum, en oftast voru konungar á Tara einnig hákonungar Írlands, en hlutverk hákonungsins var að miðla málum milli annarra óæðri konunga vítt og breitt um Írland, þó svo að það virðist oft sem ekki hafi verið tekið mjög mikið mark á þeim.
Neðangreindir listar eru unnir upp úr írskum annálum, en þess skal getið að ártöl og dagsetningar eru mjög á reiki og ekki ríkir sátt um sanngildi þeirra.
Fyrri konungar Tara
breyta- Tuathal Maelgarb, dáinn 544 eða 549 - fyrsti sem lýstur var sem „Ri Teamar“ („Konungur á Tara“)
- Diarmaid mac Cearbhaill, einhvern tímann fyrir 558 – 565
- Forgus mac Erca og Domnall mac Erca, 565 – 569
- Baetán mac Muirchertach og Eochaidh mac Domnall, 569 – 572 eða 573
- Ainmire mac Sétna, 572 eða 573 – 575 eða 576
- Aedh mac Ainmire, 575 eða 576 eða hugsanlega 592 – 598
- Colmán Rímid og Aed Sláine, 598 – 604
- Áed Uairidnach, 604
- Aed Allán mac Domnall.
Seinni konungar Tara
breyta- Aed Allan, 730 – 738
- Cathal mac Finnguine, c.a. 742
- Donnchad Midi, 763 – 797
- Conchobhar mac Donnchad Midi, 819 – 833
- Niall Caille, 833 – 846
- Mael Sechlainn I, 846 – 862
- Aed Findlaith, 862 – 879
- Flann Sinna, 878 – 916
- Niall Glundub, 916 – 919
- Donnachad Donn, 919 – 944
- Ruaidri ua Canannain, 944 – 30. nóvember 950 (lést á Samhain)
- Congalach mac Mael Mithig, 950 – 956
- Domnall ua Neill, 956 – 980
- Mael Sechnaill II, 980 – 1002
Tengt efni
breyta- Írland
- Tara hæð
- Konungar Írlands
- "The Vikings and the Kingship of Tara", Bart Jaski, "Perita", 311-351, vol. 9, 1995.
- The Annals of Ulster - http://www.ucc.ie/celt/published/T100001A/index.html
- The Annals of Inisfallen - http://www.ucc.ie/celt/published/T100004/index.html
- Chronicon Scotorum - http://www.ucc.ie/celt/published/T100016/index.html
- The Fragmentry Annals of Ireland - http://www.ucc.ie/celt/published/T100017/index.html
- Annals of the Four Masters - http://www.ucc.ie/celt/published/T100005A/index.html
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Kings of Tara“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 5. janúar 2006.