Ítalski kommúnistaflokkurinn
Ítalski kommúnistaflokkurinn (ítalska: Partito Comunista Italiano eða PCI) varð til eftir klofning í ítalska sósíalistaflokknum á flokksþingi þess síðarnefnda í Livorno 21. janúar 1921. Amadeo Bordiga og Antonio Gramsci stóðu fyrir klofningnum. Flokkurinn var bannaður af alræðisstjórn fasista en varð aftur virkur í ítölskum stjórnmálum þegar hillti undir lok síðari heimsstyrjaldar.
Ítalski kommúnistaflokkurinn Partito Comunista Italiano | |
---|---|
Aðalritari | Antonio Gramsci Ruggero Grieco Palmiro Togliatti Luigi Longo Enrico Berlinguer Alessandro Natta Achille Occhetto |
Stofnár | 21. janúar 1921 |
Lagt niður | 3. febrúar 1991 |
Gekk í | Vinstri-lýðræðisflokkinn |
Höfuðstöðvar | Via delle Botteghe Oscure 4, Róm |
Stjórnmálaleg hugmyndafræði |
Kommúnismi, marx-lenínismi[1][2][3] Frá áttunda áratugnum: Endurskoðunarstefna,[4] jafnaðarstefna, Evrókommúnismi |
Einkennislitur | Rauður |
Hann var útilokaður frá stjórnarþátttöku á eftirstríðsárunum og varð langstærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á Ítalíu með milli 20 og 30% atkvæða í kosningum. 1974 vann hann sinn stærsta kosningasigur og fékk 34,4% atkvæða, mest allra kommúnistaflokka á Vesturlöndum.
1991 leysti flokkurinn sjálfan sig upp til að mynda vinstri-lýðræðisflokkinn með aðild að Alþjóðasambandi jafnaðarmanna. Róttækari armur flokksins myndaði þá endurstofnun kommúnistaflokksins undir stjórn Armando Cossutta.
Tilvísanir
breyta- ↑ De Rosa, Gabriele; Monina, Giancarlo (2003). Rubbettino (ritstjóri). L'Italia repubblicana nella crisi degli anni Settanta: Sistema politico e istitutzioni. bls. 79. ISBN 9788849807530.
- ↑ Cortesi, Luigi (1999). FrancoAngeli (ritstjóri). Le origini del PCI: studi e interventi sulla storia del comunismo in Italia. bls. 301. ISBN 9788846413000.
- ↑ La Civiltà Cattolica. 117. árgangur. 1966. bls. 41–43. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. júní 2018. Sótt 28. júní 2018.
- ↑ Morando, Enrico (2010). Donzelli (ritstjóri). Riformisti e comunisti?: dal Pci al Pd : I "miglioristi" nella politica italiana. bls. 54–57. ISBN 9788860364821.