Sykrur (betur þekktar sem kolvetni) eru í efnafræðinni hýdröt kolefnis með almennu formúluna Cn(H2O)m. Þau verða flest til við ljóstillífun plantna og eru jafnframt forðanæring þeirra, svo og annarra lífvera. Sykrur skiptast upp í einliður eða einsykrur, sem eru minnstu sameindirnar, því næst koma tvísykrur, sem eru tvær einsykrur tengdar saman, næst fásykrur sem eru úr tveimur til níu einsykrum og svo að síðustu fjölsykrur sem eru tíu eða fleiri einsykrur, sem mynda stórar sameindir. Matarsykur, eða það sem er kallað sykur (einnig reyrsykur) í daglegu tali, er tvísykra og er samsett úr einsykrunum glúkósa og frúktósa. Fjölsykrur eru gerðar úr stórsameindum af einsykrum. Þær flokkast sem mjölvi og beðmi.

Glúkósi, einliða sykra

Hægt er að rita flestar sykrur Cn(H2O)m þar sem m og n gildið er þrír eða hærri tala og oftast er sama hlutfall vetnis og súrefnis og í vatni. Einföldustu sykrurnar eru því C3(H2O)3 og eru kallaðar 3C-sykrur og fæst nafnið af kolefnisfjöldanum í sykrunni.

Sakkarósi eða matarsykur, tvísykra

Eins og sést hér til vinstri á myndinni eru hýdroxýlhópar tengdir flestum kolefnunum. Þegar sykrur bindast saman og mynda tví- eða fjölsykrur, losnar hýdroxýlhópur af annarri sykrunni og vetni af hinni og verða þá til laus tengi svo að efnin geta bundist, afgangs verður vatn. Einliða sykrur tengjast eingöngu á þennan hátt og mynda svokölluð 1,4-tengi. Til hliðar er mynd af sakkarósa, sem er tvísykra, og á henni sést hvernig frúktósi og glúkósi hafa bundist saman.

Heimild

breyta
  • „Hvað eru sykrur?“. Vísindavefurinn.
   Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.