64°57′16″N 23°07′15″V / 64.95444°N 23.12083°V / 64.95444; -23.12083

Brúin yfir Kolgrafafjörð

Kolgrafafjörður er fjörður á norðanverðu Snæfellsnesi og næsti fjörður austan við Grundarfjörð. Við fjörðinn stendur bærinn Kolgrafir sem hann gæti heitið eftir. Fornt nafn á Kolgrafafirði er Urthvalafjörður, en hugsanlega hefur það nafn aðeins átt við ytri hluta fjarðarins, áður en Hraunsfjörður skerst úr honum til austurs[1]. Í dag eru þessir tveir firðir almennt aðgreindir í tali og á kortum og að Urthvalafjörður taki við framan við miklar grynningar fremst í Kolgrafafirði sem einmitt voru notaðar til að brúa fjörðinn.

Fjörðurinn brúaður

breyta

Fjörðurinn er frekar grunnur eða rétt um 40 metra þar sem hann er dýpstur og miklar grynningar. Brú var lögð yfir fjörðinn árið 2004 með því að byggja upphækkanir hvoru megin á grynningum og brúa svo eiðið með 230 metra langri brú, með 150 metra virku vatnsopi undir. Stytti brúin leiðina á milli Grundarfjarðar og Stykkishólms um rúma 6 kílómetra.

Síldardauðinn í Kolgrafafirði

breyta

13. desember 2012 drapst mikið magn síldar í firðinum innan við brúna og er talið að um 30 þúsund tonn hafi drepist vegna súrefnisskorts. Fjörurnar voru bæði fullar af síld sem og botn fjarðarins enda hann mjög grunnur.[2][3] Aftur varð samskonar síldardauði í firðinum þann 1. febrúar 2013 og þá er talið að um 22 þúsund tonn hafi þá drepist.

Líkur hafa verið leiddar að því að hversu lítill sjór kemst inn og út úr firðinum undir brúna gæti hafa valdið þessum súrefnisskorti. Ekki er vitað um önnur slík tilfelli utan eina frásögn frá 1941, en þá komu breskir hermenn að bænum Kolgröf og náði bóndinn í síld í fjöruna sem þar hafði samkvæmt dagbókarfærslum hanns flotið þar dauð á land.[4]

 
Kolgrafafjörður

Heimildir

breyta
  1. Þorsteinn Jósepsson og Steindór Steindórsson (1980). Landið þitt Ísland, H-K. Örn og Örlygur.
  2. Dauð síld í Kolgrafafirði RÚV
  3. Síld veður á land í Kolgrafafirði í gríðarlegu magni[óvirkur tengill] Skessuhorn
  4. Síldardauði í Kolgrafarfirði árið 1941 mbl.is

Tenglar

breyta
   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.