Lífhvolf
Lífhvolf eða visthvolf jarðarinnar er það svæði eða sá hluti af jörðinni og gufuhvolfi hennar sem líf þrífst á.
Lífhvolf skiptist í:
- Berghvolf (ysta fasta lag jarðskorpu)
- Vatnshvolf (höf, vötn, ár)
- Gufuhvolf (lofthjúpur jarðar)
Lífhvolfið samanstendur af hluta berghvolfs (þeim hluta jarðskorpunnar sem líf finnst í), stórum hluta vatnshvolfs (þeim hluta hafa og vatna á jörðinni sem geyma líf) og í þriðja lagi í neðstu lögum gufuhvolfsins, þar sem fuglar svífa um.