Klofningur (Önundarfirði)

Klofningur er berggangur sem gengur út í Önundarfjörð að norðanverðu um 2,5 km frá Flateyri. Berggangurinn er klofinn eftir endilöngu og dregur hann nafn sitt af því. Að Klofningi liggur akfær slóð.

Klofningur er berggangur sem gengur út í Önundarfjörð

Jarðfræði breyta

Fyrir ofan Klofning er Klofningshryggur sem er jökulgarður sem nær frá fjalli til fjöru. Talið er að við lok ísaldar hafi jökulgarðurinn náð í sjó fram. Mun ágangur sjávar hafa brotið jökulgarðinn og smám saman flutt hann til þannig að nú myndar hann eyrina sem Flateyri er byggð á.[1]

Aðrar upplýsingar breyta

Fyrir ofan Klofningshrygg er Klofningsdalur. Um hann og áfram um Klofningsheiði liggur leið á milli Suðureyrar og Flateyrar.

Við Klofning er skógræktarreitur. Þar var sorpurðunarsvæði Ísafjarðarbæjar fyrir óbrennanlegan úrgang. Svæðinu var lokað árið 2011.[2]

Tilvísanir breyta

  1. Halldór Ásgeirsson (Desember 1995). „Umhverfi Flateyrar“. Lesbók Morgunblaðsins. bls. 30. Sótt Apríl 2020.
  2. Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Unnið að lokunaráætlun við Klofning“. timarit.is. Sótt 27. apríl 2020.