Jökulgarður er garður eða hryggur myndaður af jökulurð eða jökulruðningi sem jökull ber fram. Við enda virks jökuls getur efnið borist fram og myndað jökulgarð sem kallast endagarður ("terminal moraine" á ensku). En efnið getur líka sest að við hliðar skriðjökuls sem jaðarurð ("lateral moraine" á ensku).

Endagarðar við Skaftafellsjökul. Innan við þá eru jökullón og hopandi skriðjökull

Heimildir breyta

  • Ari Trausti Guðmundsson, Ragnar Th. Sigurðsson: Íslenskur jarðfræðilykill. Reykjavík (Mál og menning) 2004
 
Kvíárjökull