Klettadoppa
Klettadoppa (fræðiheiti: Littorina saxatilis) er snigill af fjörudoppuætt.
Klettadoppa | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Kuðungur af klettadoppu.
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Littorina saxatilis (Giuseppe Olivi, 1792) |
Útbreiðsla
breytaKlettadoppan finnst meðfram strönd Evrópu frá Barentshafi í norðri til Galisíu á Spáni í suðri. Við austurströnd Norður-Ameríku lifir hún við strendur Nýfundnalands og Nova Scotia. Hún er mjög algeng allt umhverfis Ísland og lifir á 0 til 62 m. dýpi.
Lifnaðarhættir
breytaKlettadoppan lifir helst í grýttum þangfjörum en heldur sig þó oftast ofan við mesta þangið. Hún kemur sér gjarnan fyrir meðfram sprungum þar sem raki situr eftir um fjöruna. Hún þolir vel að vera á þurru þegar smástreymt er, jafnvel dögum og vikum saman, enda andar hún með lungum.[1] Vilja því margir telja hana með landsniglum en ekki sæsniglum.[2]
Klettadoppan er jurtaæta og efst í fjörunni, þar sem hún heldur sig, lifa smá þörungar á steinum og mynda á þeim þunnt lag og á þeim lifir Klettadopan. Eins virðist hún geta étið skófir sem einnig þekja steina efst í fjörunni. Hún notar skráptungu sem alsett er hörðum tönnum til þess að skafa þörungana af steinunum.[3]
Skelin (kuðungurinn)
breytaKlettadoppa verður stærst um 18,2 mm á breidd og 21,7 mm á hæð en er venjulega aðeins minni eða 15-20 mm. Kuðungurinn mjög traustur, með lágri greinilegri keilulaga hyrnu og oddmjóum hvirfli. Oftast er hann mógrár eða gráhvítur á litin en einnig móleitur með hvítum bekkjum. Vindingarnir 5-6, miðlungs kúptir, saumurinn frekar djúpur og grunnvindingurinn bumbulaga og stór. Munninn breiðperulaga, útrönd hanns fláalaus og jafnt bogadreginn. Munnurinn er mun dekkri en ytra borð kuðungsins. Yfirborðið ýmist með grófum þverrákum eða þverrákalaust. Þegar vaxtarrákir eru sýnilegar eru þær óreglulegar og misháar og gera skelina mjög óslétta.[4] Í brimasömum fjörum er Klettadoppan kúptari að lögun og með víðara munna heldur en klettadoppur í skjólgóðum fjörum. Líklegt er talið að þetta sé aðlögun til þess að geta staðið af sér brimið.[5] Tegundin er mjög afbrigðagjörn og við Ísland eitt talin vera þrjú afbrigði.
Almennt
breytaKlettadoppan elur lifandi unga sína á vorinn, en ólíkt flestum sniglum verpir hún ekki eggjum heldur þroskast þau eftir æxlunina inni í móðurinni og skríður svo unginn út sem fullskapaður kuðungur þótt hann sé mjög litill þegar hann fæðist.[6]
Klettadoppa eru mikilvæg fæða margra strandfugla eins og Stelks, Tildru og Sendlings.[7]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Fjaran og hafið“. Hafransóknarstofnun og Námsgagnastofnun. Sótt 27. mars 2012.
- ↑ „Klettadoppa“. Náttúruminjasafn Íslands. Sótt 27. mars 2012.[óvirkur tengill]
- ↑ „Fjaran og hafið“. Hafransóknarstofnun og Námsgagnastofnun. Sótt 27. mars 2012.
- ↑ Ingimar Óskarsson (1962). Skeldýrafána Íslands II, sæsniglar með skel.
- ↑ „Greiningarlykill um smádýr“. Námsgagnastofnun. Sótt 27. mars 2012.
- ↑ „Fjaran og hafið“. Hafransóknarstofnun og Námsgagnastofnun. Sótt 27. mars 2012.
- ↑ „Vaðfuglar“. Náttúrufræðistofa Kópavogs. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. mars 2016. Sótt 27. mars 2012.
Heimildir
breyta- Ingimar Óskarsson (1962). Skeldýrafána Íslands II, sæsniglar með skel.