Kjáni (fiskur)
Kjáni (fræðiheiti: Chaunax suttkusi) er tegund djúpsjávarfiska sem lifir við strendur Vestur-Afríku frá Azoreyjum að Angóla og við strendur Ameríku frá Norður-Karólínu í Bandaríkjunum að Brasilíu á 220-1.060 metra dýpi. Kjörhitastig fisksins er frá 6°C - 17°C.[2]
Kjáni | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Chaunax suttkusi J. H. Caruso 1989[1] |
Karlfiskurinn verður mest 22,8 sentímetrar og kvenfiskurinn 17,9. Hvorugt kynið er hættulegt mönnum.[2]
Kjáni hefur nokkrum sinnum veiðst við Íslandsstrendur, þó alltaf sunnan- eða vestan af landinu[3]. Tvisvar hafa kjánar veiðst sunnan af Vestmannaeyjum og einu sinni á Reykjaneshrygg.[4] Einn kjánanna var gefinn Náttúrugripasafninu í Vestmannaeyjum.[5]
Neðanmálsgreinar
breyta- ↑ Chaunax suttkusi Caruso, 1989 Encyclopedia of Life. Enska. Sótt 7.6.2011
- ↑ 2,0 2,1 Chaunax suttkusi Caruso, 1989[óvirkur tengill] Fishbase. Enska. Sótt 7.6.2011
- ↑ Kjánar finnast við Ísland Vefur Morgunblaðsins 7.6.2011. Sótt 7.6.2011
- ↑ Tröllageirssíli og kjáni nýir fiskar við landið Vefur Morgunblaðsins 13.5.1998. Sótt 7.6.2011
- ↑ Kjáni í Náttúrugripasafnið í Eyjum Vefur Morgunblaðsins 24.6.1998. Sótt 7.6.2011
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Kjáni (fiskur).
Wikilífverur eru með efni sem tengist Chaunax suttkusi.