Ferrara er borg í Emilía-Rómanja á Norður-Ítalíu og höfuðstaður samnefndrar sýslu um 50 km norðan við Bologna. Nafn borgarinnar kemur fyrst fyrir í heimildum frá Langbörðum árið 753. Borgin varð sérstakt hertogadæmi árið 1471. Hertogadæmið varð hluti af Páfaríkinu árið 1597 og konungsríkinu Ítalíu 1859. Íbúar borgarinnar eru um 135 þúsund.

Castello Estense í Ferrara.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.