„Bruno Schulz“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Bruno Schulz''' (12. júlí 189219. nóvember 1942) var pólskur rithöfundur af gyðingaættum. Eftir hann liggja aðeins tvær bækur: ''[[Kró...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 19. apríl 2010 kl. 23:36

Bruno Schulz (12. júlí 189219. nóvember 1942) var pólskur rithöfundur af gyðingaættum. Eftir hann liggja aðeins tvær bækur: Krókódílastrætið (Sklepy cynamonowe), sem er smásagnasafn og kom út árið 1934 og í íslenskri þýðingu Hannesar Sigfússonar 1994. Hin bókin var: Heilsuhæli undir merki stundarglassins (Sanatorium Pod Klepsydrą) sem kom út árið 1937.

Bruno Schulz var sonur smákaupmanns í bænum Drohobycz. Hann lagði stund á byggingarlist og myndlist, kenndi meðal annars myndlist í heimabæ sínum um langt skeið, auk þess sem hann myndskreytti bækur. Ritstörf stundaði hann einungis í stopulum frístundum, enda liggja ekki eftir hann nema tvær bækur. Bruno varð ekki langlífur, því þýskir nasistar skutu hann til bana á götu árið 1942.

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.