„Sigrún Björk Jakobsdóttir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Baddi (spjall | framlög)
Ný síða: '''Sigrún Björk Jakobsdóttir''' (f. 23. maí 1966 í Keflavík) hefur verið bæjarstjóri á Akureyri og leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Akureyrar ...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 1. júlí 2007 kl. 08:00

Sigrún Björk Jakobsdóttir (f. 23. maí 1966 í Keflavík) hefur verið bæjarstjóri á Akureyri og leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Akureyrar frá 9. janúar 2007.

Sigrún Björk er stúdent frá Menntaskólanum við Sund og útskrifaðist úr IHTTI hótelstjórnunarskólanum í Sviss árið 1990. Einnig hefur hún lokið námi í nútímafræðum við Háskólann á Akureyri og stjórnunarnámi á vegum Símenntunar HA. Sigrún hefur starfað sem hótelstjóri á Hótel Austurlandi, í sölu- og markaðsdeild Hótel Íslands, verið hótelstjóri á Hótel Norðurlandi, deildarstjóri hjá Úrvali-Útsýn, verkefnastjóri hjá Menntasmiðjunni á Akureyri og verkefnastjóri hjá Price Waterhouse Coopers.

Sigrún Björk hefur verið bæjarfulltrúi á Akureyri frá vorinu 2002 og var forseti bæjarstjórnar Akureyrar 2006-2007. Tilkynnt var um ráðningu hennar sem bæjarstjóra á Akureyri í nóvember 2006.

Snið:Æviágripsstubbur