„Brennisteinssýra“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Fyrsta greinin mín :D það vantar reyndar ennþá byggingu sýrunnar
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 3. júní 2005 kl. 00:28

Brennisteinssýra, H2SO4 er römm sýra, sem hefur mólmassann 98,1 g/mól. Hún er leysanleg í vatni í öllum styrkleikum. Þegar miklu magni af SO3 (g) er bætt út í brennisteinssýru myndast H2S2O7, sem er kallað rjúkandi brennisteinssýra (enska: fuming sulfuric acid) eða oleum.

Brennisteinssýra er mikið notuð bæði í efnahvörfum sem og í iðnaði, þar er hún það mikið notuð að hún er mest framleidda iðnaðarefnasambandið. Hún er einkum notuð í áburðarframleiðslu, málmgrýtisvinnslu, efnasmíðar og olíuvinnslu.

Vötnunarhvarf brennisteinssýru er gífurlega útvermið. Ef vatn er bætt út í sýruna getur það hæglega soðið, þetta þýðir að alltaf á að setja sýruna út í vatn, ekki öfugt. Hluti af þessum vanda er vegna þess að vatn flýtur ofan á sýrunni vegna minni eðlisþyngdar. Þar sem vötnun brennisteinssýrunnar er hagstæð varmafræðilega er hún mjög hentug til ýmissar þurrkunar. Hún er til dæmis notuð til þess að þurrka hina og þess ávexti.

Brennisteinssýra er það vatnssækin að hún bókstaflega rýfur vetnis- og súrefnisatóm úr öðrum efnum. Til dæmis mun það að blanda saman brennisteinssýru og glúkósa (C6H12O6) gefa af sér kolefni og vatn (sem þynnir sýruna). Hvarfið er C6H12O6 → 6C + 6H2O.

Súrt regn inniheldur meðal annars brennisteinssýru.