„Fyrra ópíumstríðið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Fyrra ópíumstríðið''' var röð af hernaðarátökum milli Stóra Bretlands og hins kínverska Tjingveldis. Kínverskir ráðamenn reynd...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 13. september 2019 kl. 10:04

Fyrra ópíumstríðið var röð af hernaðarátökum milli Stóra Bretlands og hins kínverska Tjingveldis. Kínverskir ráðamenn reyndu að stemma stigu við ópíumverslun. Ópíumverslun var að mestu í höndum Breta. Bretar höfðu mikla hernaðaryfirburði og yfirbuguðu kínversk stjórnvöld og neyddu þau til samninga sem tryggðu Bretum sérstök forréttindi í viðskiptum við Kína.

Eftirspurn eftir kínverskri munaðarvöru svo sem silki, postulíni og te varð til að þess að ójafnvægi myndaðist í viðskiptum milli Kína og Bretlands og silfur frá Evrópu flæddi til Kína í viðskiptum sem fóru gegnum hafnarborgina Kanton. Breska Austur-Indíufélagið hóf ópíumrækt í Bengal (þar sem nú er Bangladess) og veitti breskum kaupmönnum leyfi til að smygla ópíum ólöglega inn í Kína. Þetta innflæði af eiturlyfjum sneri við viðskiptajöfnuði milli landanna, varð til þess að silfur þvarr í Kína og þess að fjöldi eiturlyfjaneytenda í Kína jókst verulega.