„Borgarbókasafn Reykjavíkur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Astrópía (spjall | framlög)
Ný síða: '''Borgarbókasafn Reykjavíkur''' er almenningsbókasafn Reykvíkinga. Safnið var stofnað árið 1919 en hóf starfsemi 1923. Í safninu eru um 500.000 [[b...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 20. febrúar 2012 kl. 02:35

Borgarbókasafn Reykjavíkur er almenningsbókasafn Reykvíkinga. Safnið var stofnað árið 1919 en hóf starfsemi 1923. Í safninu eru um 500.000 bækur og tímarit auk geisladiska, myndbanda og margmiðlunarefnis. Miðstöð safnsins er í Grófarhúsinu í Tryggvagötu.

Útlánsstaðir safnsins eru sex en auk þess rekur safnið bókabíl sem ferðast um hverfi Reykjavíkur og sögubíl sem heimsækir leikskóla. Safnið rekur vefinn bókmenntir.is Útlánsstaðir eru þessir:

  • Aðalsafnið í Tryggvagötu 15
  • Ársafn í Hraunbæ 119
  • Foldasafn í Grafarvogskirkju við Fjörgyn
  • Gerðubergssafn í Gerðubergi 3-5
  • Kringlusafn við Listabraut
  • Sólheimasafn, Sólheimum 27

Heimild

Vefsíða Borgarbókasafnsins borgarbokasafn.is