Almenningsbókasafn

Almenningsbókasafn er bókasafn sem er opið almenningi. Almenningsbókasöfn greina sig þannig frá vísindabókasöfnum og skólabókasöfnum sem ætluð eru minni hópum. Almenningsbókasöfn eru yfirleitt rekin af hinu opinbera (ríki eða sveitarstjórnum) fyrir almannafé. Almenningsbókasöfn eru talin gegna mikilvægu hlutverki hjá menningarþjóðum til að halda almenningi upplýstum og viðhalda háu menntunarstigi.

Afgreiðsluborð í Carnegie-bókasafninu í Cincinnati, Ohio, Bandaríkjunum.

Almenningsbókasöfn eru yfirleitt útlánsbókasöfn sem leyfa notendum að taka bækur með sér heim í stuttan tíma. Safnkostur almenningsbókasafna byggist yfirleitt á hlutum sem hafa almennt aðdráttarafl; bókmenntum, yfirlitsritum og aðgengilegum fræðiritum. Að auki bjóða almenningsbókasöfn yfirleitt upp á góða aðstöðu fyrir lestur dagblaða og tímarita og sérstaka aðstöðu fyrir börn.

  Þessi menningargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.