„Sigurður S. Thoroddsen“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: Víkingur '''Sigurður S. Thoroddsen''' (24. júlí 190229. júlí 1983) var íslenskur verkfræðingur, stjórnmálamaður og [[k...
 
Lína 7:
Sigurður fæddist á [[Bessastaðir|Bessastöðum]] á [[Álftanes|Álftanesi]], sonur stjórnmálamannsins [[Skúli Thoroddsen|Skúla Thoroddsen]] og skáldkonunnar [[Theódóra Thoroddsen|Theódóru Thoroddsen]]. Hann lauk stúdentsprófi frá [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólanum í Reykjavík]] árið 1919 og útskrifaðist sem byggingarverkfræðingur frá [[Kaupmannahöfn]] árið 1927.
 
Fyrstu árin eftir útskrift gegndi hann verkfræðistörfum fyrir ýmsa opinbera aðila og sinnti kennslu. Árið 1931 stofnaði hann eigin verkfræðistofu, fyrstu almennu verkfræðistofuna hér á landi. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen kom að fjölda stórframkvæmda, meðal annars á sviði raforkumála og eru Sigurði eignaðar margar af stærstu og metnaðarfyllstu áætlunum á sviði virkjanamála hérlendis, þótt ekki hafi þær allar komiðtilkomið til framkvæmda.
 
Sigurður var af róttæku fólki kominn og hneigðist snemma til [[sósíalismi|sósíalisma]]. Hann var kjörinn á [[Alþingi]] fyrir [[Sósíalistaflokkurinn|Sósíalistaflokkinn]] árið [[Alþingiskosningar 1942 (október)|1942]]. Ekki átti þingmennskan þó vel við hann og dró hann sig í hlé eftir eitt kjörtímabil. Systir Sigurðar, [[Katrín Thoroddsen]], sat á þingi sem varamaður um nokkurra vikna skeið árið 1945 og voru þau systkinin því samtíða á þingi.