Mið-Afríkukeisaradæmið
einræðisstjórn í Mið-Afríkulýðveldinu frá 1976 til 1979
(Endurbeint frá Miðafríska keisaradæmið)
Mið-Afríkukeisaradæmið var skammlíf yfirlýst þingbundin konungsstjórn (en í reynd einræði undir herforingjastjórn) í Mið-Afríkulýðveldinu frá 1976 til 1979. Stofnun keisaradæmisins var lýst yfir af forseta landsins, Jean-Bédel Bokassa, sem lét krýna sig „hans keisaralegu hátign“ Bokassa 1. með viðhöfn 4. desember 1977.
Eftir að mótmæli í Bangví höfðu endað með blóðbaði þvarr stuðningur Frakka við stjórn Bokassa. Franskir sérsveitarmenn réðust inn í landið í Barrakúdaaðgerðinni 20. september 1979 og komu fyrrum forseta, David Dacko, aftur til valda. Daginn eftir lýsti Dacko því yfir að keisaradæmið væri aflagt.