Katrín Tanja Davíðsdóttir
Katrín Tanja Davíðsdóttir (f. 10. maí 1993) er íslensk afrekskona í Crossfit. Katrín hefur tvisvar orðið heimsmeistari í Crossfit en það var árin 2014 og 2015. Hún er önnur konan sem nær að verja heimsmeistaratitilinn í greininni og fetaði þar í fótspor löndu sinnar Annie Mist Þórisdóttur sem var heimsmeistari árin 2011 og 2012.
Katrín fæddist í London en ólst upp á Íslandi. Hún lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands og stundaði nám í lögfræði og verkfræði um tíma.[1] Hún hóf að stunda Crossfit þegar hún var 18 ára gömul árið 2011 en áður hafði hún æft fimleika í tíu ár. Katrín er með lögheimili á Íslandi en dvelur að mestu leyti í Boston í Bandaríkjunum.
Katrín skrifaði bókina Dóttir árið 2020 og fjallar þar um líf sitt og íþróttaferil. Bókina skrifaði hún á ensku ásamt Rory McKernan en afi Katrínar, Helgi Ágústsson fv. sendiherra þýddi bókina yfir á íslensku.[2]
Heimildir
breytaFyrirmynd greinarinnar var „Katrín Davíðsdóttir“ á ensku útgáfu Wikipedia. Skoðað 27. mars 2021
Tilvísanir
breyta- ↑ Visir.is, „Katrín Tanja: Fór í áheyrnarprufur í kjölfar sigursins“ (skoðað 27. mars 2021)
- ↑ Visir.is, „Gaupi hitti afa Katrínar Tönju sem þýddi bók barnabarnsins fyrir þessi jól“ (skoðað 27. mars 2021)