Katalónska húsið á Íslandi

Katalónska húsið á Íslandi var stofnað í Reykjavík á Íslandi þann 10. júlí 2008 og heitir á katalónsku Casal Català a Islàndia. Þann 18. nóvember 2008 var félagið viðurkennt opinberlega af katalónsku héraðsstjórninni sem katalónskt félag starfrækt erlendis.

Stofnun

breyta

Félagið var stofnað af Xavier Rodríguez. Hann skrifaði samþykktir félagsins og leituðu að stofnmeðlimum, bæði katalónskum og öðrum áhugamönnum um Katalóníu. Og með þessu var fyrsta Katalónska félagið stofnað á Íslandi.

Tilgangur

breyta

Aðal tilgangur félagsins er að kynna bæði tungumál og menningu Katalóníu á Íslandi. En frá stofnun félagsins hefur helsta markmið þess verið að Katalónar og aðrir áhugamenn um Katalóníu á Íslandi hittist og njóti katalónskrar menningar og samskipta hvert við annað.

Félagar

breyta

Nú eru 19 félagar skráðir í félagið og eru það bæði Katalónar, Íslendingar og fólk frá öðrum héruðum Spánar. Katalónska húsið er opið fólki frá öllum menningarheimum, trúarbrögðum og þjóðernum.