Karl hamar

(Endurbeint frá Karl Martel)

Karl hamar (latína Carolus Martellus; um 688 – 22. október 741) var frankverskur leiðtogi sem var hallarbryti og þar með valdamesti maðurinn í hinu gríðarstóra Frankaveldi Mervíkinga eftir nokkur átök við aðra aðalsmenn. Hann er þekktastur fyrir sigur sinn á márum frá Spáni í orrustunni við Tours árið 732 sem stöðvaði útþenslu íslam í Vestur-Evrópu og fékk honum viðurnefnið „hamar“. Sonur hans Pípinn stutti varð fyrsti konungur franka af ætt Karlunga.

Mynd af Karli á steinkistu hans í klaustukirkju heilags Díonýsosar í París.


Fyrirrennari:
Pípinn frá Herstal
Hallarbryti Ástrasíu
(717 – 741)
Eftirmaður:
Karlóman
Fyrirrennari:
Reginfreður
Hallarbryti Nevstríu
(717 – 741)
Eftirmaður:
Pípinn stutti



  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.