Karakoram-fjallgarðurinn
Karakoram-fjallgarðurinn er 500 kílómetra fjallgarður sem liggur mestmegnis á mörkum Kína, Pakistans og Indlands. Norðvesturhluti hans teygir sig til Afghanistans and Tajikistans. Norðaustur af fjallgarðinum er Tíbeska hásléttan og í norðri eru Pamír-fjöll. Fljótin Gilgit-fljót, Indus-fljót og Shyok-fljót mynda suðurlandamæri Karakoram.
Karakoram-fjallgarðurinn | |
---|---|
Hæð | 8.611 metri |
Land | Alþýðulýðveldið Kína, Tadsikistan, Indland, Afganistan, Pakistan |
Hnit | 35°52′59″N 76°30′32″A / 35.8831°N 76.5089°A |
breyta upplýsingum |
Í Karakoram eru fjögur fjöll yfir 8000 metrum sem eru nálægt hvert öðru: K2 (næsthæsta fjall heims; 8611 m.), Gasherbrum I, Broad Peak og Gasherbrum II. Fjallgarðurinn er það svæði á jörðinni sem er mest jöklum þakið utan heimskautasvæða. Þar á meðal eru lengstu skriðjöklar heims Siachen-jökull; 76 km, og Biafo-jökull; 63 km.
Karakoram kemur úr tyrkískum málum og þýðir svört möl. Það vísar til Karakoram-skarðs sem kaupmenn ferðuðust um.
Myndir
breyta-
Karakoram-fjallgarðurinn er á mörkum Kína, Pakistans og Indlands.
-
Baltoro-jökull.