Kalpana Chawla (17. mars 1962 – 1. febrúar 2003) var bandarískur geimfari, verkfræðingur og fyrsta indverskættaða konan til að fara út í geim.

Kalpana Chawla

Fædd 17. mars 1962
Karnal, Austur-Púnjab, Indlandi, (nú Haryana, Indlandi)
Látin(n) 1. febrúar 2003 (40 ára)
Í geimskutlunni Columbia, yfir Texas, Bandaríkjunum
Tími í geimnum 31 dagur, 14 klukkustundir og 54 mínútur
Verkefni STS-87 og STS-107

Æviágrip

breyta

Kalpana Chawla fæddist í Karnal á Indlandi þann 17. mars 1962 en til að komast inn í framhaldsskóla var fæðingardeginum hennar breytt í 1. júlí 1961 á fæðingarvottorði hennar. Faðir hennar var Banarsi Lal Chawla, sölumaður frá Sheikhopura í Vestur-Púnjab (nú Pakistan) en hann flutti til Karnal rétt áður en uppþot varð í heimabænum hans. Í Karnal kynntist hann konunni sinni, Sanyogitu, sem var einnig frá sama héraði í Pakistan. Kalpana á tvær eldri systur og einn eldri bróður. Kalpana var ekki nefnd þegar hún fæddist heldur var hún alltaf kölluð Monto. Þegar hún byrjaði í leikskóla valdi hún sér síðan nafnið Kalpana.