Kafteinn Ísland er fyrsta íslenska ofurhetjan sem birtist í íslenskri teiknimyndasögu og teiknuður af Kjarnó (Kjartan Arnórsson). Hann byrjaði sem aukapersóna í teiknimyndasögunni Svínharði Smásál í Þjóðviljanum, en tók síðar að lifa sjálftæðu lífi.

Forsíða bókarinnar Forsetaslagurinn æsilega með Kafteini Ísland í fararbroti

Þrjár myndskreyttar bækur hafa verið gefnar út um Kafteinn Ísland, Kafteinn Ísland og Árás Illhuga voru gefnar út árið 1990 og Forsetaslagurinn æsilegi gefin út árið 1996. Allar voru gefnar út af Fjölva. Í fyrstu bóknni er sagt frá uppruna Kafteins Íslands. Í bókinni Forsetaslagurinn æsilegi er erkióvinur Kafteins Íslands, Illugi ógeð, búinn að dulbúa sig sem elskulegan ættjarðarvin og býður sig fram til forseta Íslands. Þjóðin lætur glepjast, en Kafteinn Ísland sér í gegnum svindlið og tekur til sinna ráða. Bókin er 32 blaðsíður.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.