Köngulóarmaðurinn 2

Köngulóarmaðurinn 2 (eða Spider-Man 2) er framhaldið af Köngulóarmanninum, sem var byggð á samnefndum teiknimyndasögum úr Marvel-myndasöguheiminum, og var frumsýnd í Bandaríkjunum 30. júní . Myndin er sem fyrr framleidd af Marvel og Sony Pictures. Sam Raimi situr á ný við leikstjórastólinn og Tobey Maguire, Kirsten Dunst, James Franco, Rosemary Harris og J.K. Simmons taka aftur upp hlutverk sín. Alfred Molina og Dylan Baker koma nýir í leikarahópinn.

Köngulóarmaðurinn 2
Spider man II.jpg
LeikstjóriSam Raimi
HandritshöfundurStan Lee
Steve Ditko
Alfred Gough
Miles Miller
Michael Chabon
Alvin Sargent
FramleiðandiAvi Arad
Laura Ziskin
LeikararTobey Maguire
Kirsten Dunst
James Franco
Alfred Molina
Rosemary Harris
J.K. Simmons
Donna Murphy
DreifiaðiliSenan
FrumsýningFáni Bandaríkjana 30. júní, 2004
Fáni Íslands 9. júlí, 2004
Lengd127 mín.
Tungumálenska
AldurstakmarkBönnuð innan 12
Ráðstöfunarfé$200,000,000
UndanfariKöngulóarmaðurinn
FramhaldKöngulóarmaðurinn 3

Söguþráður

breyta

Tvö ár eru liðin frá því að fyrstu myndinni lauk og Peter Parker (Maguire) á erfiðum að lifa sínu tvöfalda lífi sem Köngulóarmaðurinn og venjulegur nemandi/ljósmyndari sem er sífellt rekinn úr störfum því hann kemur alltaf of seint. Dr. Curt Connors (Dylan Baker), kennari Peters, hefur áhyggjur af einkunnum og mætingu Peters og óttast að hann falli. Peter á líka í erfiðum með að hitta vini sína Mary Jane Watson (Dunst), sem er leikkona á Broadway, og Harry Osborn (Franco), sem hefur tekið við fyrirtæki föður síns. Auk þess eru Harry og Peter ekki á vingjarnlegum skilmálum núna því að hann telur Köngulóarmanninn hafa drepið föður sinn (sem var illmennið Græni Púkinn en Haryy vissi það ekki) og að Peter sé að hilma yfir honum. May frænka (Rosemary Harris) á vandræðum með leiguna. J. Jonah Jameson (Simmons) heldur áfram að koma óorði á Köngulóarmanninn.

Harry bíður Peter að tala við átrúnaðargoð hans, Dr. Otto Octavius(Alfred Molina). Harry er fjármagna tilraun Octaviusar. Peter þyggur það þar sem hann á að gera ritgerð um Octavius fyrir skólann. Octavius (sem er góðvinur dr. Connors) líkar vel við Peter og tala þeir tímunum saman um kjarneðlisfræði og nýju uppfinninguna hans. Otto biður Peter að koma á sýninguna á uppfinningunni næsta dag. Þar sýnir Octavius að uppfinningin eru fjórir vélarmar sem festast við mæna Octavius svo hann geti stjórnað þeim. Armarnir eru ónæmir hita og segulafli og nýtir hann þá við kjarnasamruna á þrívetni. Armarnir eru einnig með mikla gervigreind og notar Otto hömlunarkubb til að hindra það armarnir stjórni honum. Tilraunin byrjar að ganga vel þar til segulaflið verður of mikið og allir hlutir í bygginguni byrja fljúga í áttina að "þrívetnissólinni". Peter sem Köngulóarmaðurinn tekst að taka kjarnasamrunaapparatið en hömlunarkubbur Ottos eyðilegst og eiginkonan hans (Donna Murphy) deyr. Harry verður næstum gjaldþrota.

Stuttu seinna ná armarnir stjórn á honum og sannfæra hann að byggja aftur vélina. Hann vantar peninga og sannfæra armarnir hann að stela þeim. Hann fer í banka þar sem Peter er staddur með frænku sinni og hleypur Peter út og fer í búninginn sinn og reynir að stöðva Otto. Otto rænir May en Peter sem Köngulóarmaðurinn bjargar henni og May skiptir þá um skoðun á Köngulóarmanninum og sér að hann er hetja. Otto kemst burt með peningana og verður kallaður Dr. Kolkrabbi.

Samband Peters og Mary Jane fer að versna og er hún vonsvikinn því að hann hefur aldrei séð leikritið sem hún er í. Hún trúlofast seinna geimfaranum John Jameson, syni J. Jonah Jameson. Þetta veldur Peter mikilli ástarsorg og ásamt því að hann er að missa köngulóarkrafta sína. Peter gefst því upp á að vera Köngulóarmaðurinn.

Allt virðist ganga Peter haginn: hann sér leikritið hennar Mary Jane; honum tekst að mæta í skólann og halda stöðugri vinnu. Harry er að ganga af göflunum að finna Köngulóarmanninn og fær heimsókn frá Octaviusi sem heimtar þrívetni fyrir tilraunina sína. Harry segist gefa honum þrívetnið ef hann færi honum Köngulóarmanninn lifandi. Hann segir honum að leita að Parker því hann ku vita hvar Köngulóarmaðurinn er.

Mary Jane er með bakþanka um brúðkaup sitt og biður Peter að hitta sig. Á þeim fundi ´vill hún vera viss hvort hann elski hana. En Octavius brýst inn og rænir Mary Jane og segir Peter að finna Köngulóarmanninn. Eftir að Octavius fer fær Peter kraftana sína aftur og mætir Otto sem Köngulóarmaðurinn. Þeir berjast fyrst uppi á klukkuturni og falla síðan niður á lest. Otto eyðileggur bremsur lestarinnar og neyðir Köngulóarmanninn að stöðva lestina. Honum tekst það en verður svo örmagna að það verður létt fyrir Otto að færa Harry hann.

Eftir að Otto færir Harry Köngulóarmanninn og tekur þrívetnið ætlar Harry að drepa Köngulóarmanninn og tekur af honum grímuna en bregður svo við þegar hann sér að þetta er Peter. Peter sannfærir Harry að segja sér hvar Otto er. Peter kemst þangað, en kjarnasamrunaapparatið er þegar komið í gang. Hann berst við Otto og tekur apparatið úr sambandi en ekkert gerist. Hann tekur af sér grímuna til koma vitinu fyrir Otto og sannfærir hann að farga vélinni. En eina leiðin er drekkja henni í ánni svo að Otto notar vélarmanna til að brjóta stoðirnar og deyr með vélinni. Mary Jane sér Peter án grímunnar og hann bjargar henni.

Á sama tíma sér Harry föður sinn heitinn (Willem Dafoe) sem biður hann að hefna sín og drepa Peter. Harry neitar og kastar hníf í áttina að honum en býtur þá spegil. Handan spegilsins finnur Harry bæli Græna Púkans ásamt styrkbreytiformúlunni og vopnunum...

Í brúðkaupi Mary Jane og Johns Jameson, skilur Mary Jane John eftir við altarið og fer til Peters, segir honum að sé ásfanginn af honum og treystir sér að taka áhættuna að vera kærasta Köngulóarmannsins. Myndin endar með Mary Jane að horfa á eftir Peter sveifla sér um að bjarga fólki...