Kínverska herbergið

Kínverska herbergið er hugsanatilraun sett til að rökstyðja að tölva geti leyst viðfangsefni án þess að hafa vit og innsæi. Heimspekingurinn John Searle setti fyrst fram þessa líkingu í greininni "Minds, Brains, and Programs" sem gefin var út í tímaritinu Behavioral and Brain Sciences árið 1980. Hann setti fram tilgátu um veika og sterka gervigreind.

Searle tók sem dæmi um að tekist hafi að búa til tölvu sem hegðar sér eins og hún skilji kínversku. Tölvan tekur við inntaki sem eru kínversk rittákn og fylgir fyrirmælum í tölvuforriti og sendir frá sér sem úttak önnur kínversk rittákn. Ef tölva leysir þetta verkefni á sannfærandi hátt þá mun hún sennilega ná Turing-prófinu, tölvan getur sannfært mann sem talar kínversku um að hún sé lifandi kínversk manneskja. Tölvan svarar á viðeigandi hátt öllum spurningum sem kínverskumælandi maður spyr. En skilur tölvan raunverulega kínversku? Eða er hún að líkja eftir hæfninni að skilja kínversku?

Searle ímyndar sér að hann sé sjálfur í lokuðu herbergi og hafi bók með enskri útgáfu af tölvuforriti með nóg af leiðbeiningum, blýöntum, strokleðrum og hirslum. Hann taki við kínverskum rittáknum gegnum lúgu á dyrum og meðhöndli eftir fyrirmælum í forriti og skili út kínversk táknum. Ef tölva hafi getað náð Turing-prófi á þennan hátt þá ætti hann einnig að geta það með að keyra forrit án þess að það fari gegnum tölvu.

Searle segir að það sé enginn grundvallarmunur á hlutverki tölvu og hans sjálfs í slíkri tilraun. Það sé fylgt fyrirmælum í forritinu, þrep fyrir þrep og úr verði hegðun sem er túlkuð eins og vitiborin samræða.

Gottfried Leibniz notaði svipaða röksemdafærslu árið 1714 sem andsvar gegn því að hugur manns væri vél.

Heimild

breyta