Kímon
Kímon (forngrísku: Κίμων, Kimōn) (510 - 450 f.Kr.) var aþenskur herforingi og stjórnmálamaður. Hann var sonur Míltíadesar, sem leiddi her Grikkja til sigurs í orrustunni við Maraþon.
Plútarkos segir að Kímon hafi verið „jafn hugrakkur og Míltíades, jafn klókur og Þemistókles og báðum mönnum réttvísari“. Hann var efnaður maður og þekktur fyrir örlæti.
Kímon barðist í orrustunni við Salamis árið 480 f.Kr. Hann naut mikillar virðingar sem herforingi. Í stjórnmálum var hann íhaldssamur. Hann var mjög hlynntur Spörtu og studdi fámennisstjórnarsinna í aþenskum stjórnmálum. Helsti andstæðingur hans í stjórnmálum var Períkles.