Juniperus phoenicea

Juniperus phoenicea, Fönikíu einir eða Arâr,[1] er einitegund sem finnst um Miðjarðarhafssvæðið, frá Marokkó og Portúgal austur til Ítalíu, Tyrklands og Egyptalands, suður í fjöllum Líbanon, Israel, Jórdaníu og vestur SádiArabíu nálægt Rauðahafi, og einnig á Madeira og Kanaríeyjum. Hann vex á láglendi við ströndina, en nær 2400m yfir sjávarmáli á suðurhluta svæðis síns í Atlasfjöllum. Hann er táknjurt eyjarinnar El Hierro.[2]

Juniperus phoenicea

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Barrviðarbálkur (Pinales)
Ætt: Einisætt (Cupressaceae)
Ættkvísl: Juniperus
Tegund:
J. phoenicea

Tvínefni
Juniperus phoenicea
L.
Útbreiðslusvæði
Útbreiðslusvæði
Juniperus Phoenicea - MHNT

Lýsing breyta

Juniperus phoenicea er stór runni eða lítið tré sem nær 2 til 12 m. hæð, með stofn að 1m þvermáli og hringlaga eða óreglulega krónu. Nálarnar eru tvennskonar; ungstigs nálar 8 til 10mm langar á fræplöntum, og fullorðinsstigs nálar hreisturlíkar 0,5 til 2mm langar á eldri plöntum; þær eru þrjár saman í hvirfingu. Hann er aðallega með einbýli, en stöku plöntur geta verið með tvíbýli. Berkönglarnir eru 6 til 14mm í þvermál, gulbrúnir, stöku sinnum með bleikleita vaxhúð, og með 3 til 8 fræ; þeir þroskast á 18 mánuðum. Reklarnir eru 2 til 4mm langir, og fella frjóið snemma að vori.

Afbrigði breyta

Það eru tvö afbrigði, talin undirtegundir af sumum höfundum:

  • Juniperus phoenicea var. phoenicea. Um allt svæði tegundarinnarThroughout the range of the species. Berin eru kúlulaga.
  • Juniperus phoenicea var. turbinata (syn. J. turbinata). Finnst eingöngu á sandöldum við ströndina. Berkönglarnir eru sporöskjulaga.

Nytjar breyta

The tree's essential oil eru sérstaklega ríkar af tricyclic sesquiterpene thujopsene; kjarnviðurinn inniheldur allt að (áætlað) 2.2% af þessu hydrocarbon. Lífefnafræðingurinn Jarl Runeburg sagði 1960 að "Juniperus phoenicea virðist vera hentugasta uppspretta thujopsene hingað til."[3]

Sjá einnig breyta

Tilvísanir breyta

  1. óljóst arabískt nafn einnig gefið Tetraclinis articulata
  2. Ley 7/1991, de 30 de abril, de símbolos de la naturaleza para las Islas Canarias
  3. Runeburg, Jarl; Gramstad, Thor; Larsson, Lennart; Dodson, R. M. (1960). „The Chemistry of the Natural Order Cupressales XXXI. Constituents of Juniperus phoenicea L.. Acta Chemica Scandinavica. 14: 1995–1998. doi:10.3891/acta.chem.scand.14-1995. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. júlí 2011. Sótt 31. desember 2016.

Ytri tenglar breyta

   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist