El Hierro (gælunafn: Isla del Meridiano) er spænsk eyja. Hún er minnsta og suðvestasta Kanaríeyjan við strönd Vestur-Afríku í Atlantshafinu. Hún liggur á hnitunum 27°45'N og 18°00'V. og er 269 ferkílómetrar að stærð. Mannfjöldi eyjunnar var um 11.000 (árið 2017).

Staðsetning eyjunnar í Kanaríeyjunum.
Loftmynd.
Landslag
Eldgos í sjónum hjá eyjunni, 2011

Hæsti punktur eyjunnar er Malpaso; 1501 metrar. Eyjan er um 1.1 milljón ára gömul og yngst Kanaríeyja. Síðasta eldgos á eyjunni varð seint á 18.öld. Árið 2011 var neðansjávargos nálægt eyjunni og jarðskjálftar.

El Hierro tilheyrir héraðinu Santa Cruz de Tenerife og eru þar þrjú sveitarfélög: Frontera, Valverde og El Pinar. Þau samsvara helstu bæjunum á eyjunni: La Frontera, Villa de Valverde, El Pinar de El Hierro. Vindmyllur og vatnsafl sjá eyjunni fyrir rafmagni.

Heimild Breyta

Tenglar Breyta

   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.