Juniperus indica

Juniperus indica er einitegund upprunnin úr háfjöllum Himalaja, þar sem hann kemur fyrir frá Indusdal í Kasmír austur til vestur Yunnan í Kína.[1]

Juniperus indica
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Skipting: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Einisætt (Cupressaceae)
Ættkvísl: Juniperus
Tegund:
J. indica

Tvínefni
Juniperus indica
Bertol.

Þess má geta að hann er sú trjáplanta sem vex hæst yfir sjó, hann hefur fundist svo hátt sem í 5200 m hæð í suður Tíbet; lægst fer hann í 2600 m. yfir sjávarmáli.

Þetta er runni sem verður 50 til 200 sm hár, með að mestu láréttan greinavöxt.Nálarnar eru dökk grágrænar, með tvær formgerðir; fullorðnar plöntur með hreisturlík blöð 1 til 3 mm löng, meðan ungplöntur eru að mestu með nálarlaga blöð 5 til 8mm löng, en nálarlaga blöð geta einnig verið á skyggðum sprotum á fullorðnum plöntum. Blöðin eru þrjú í hvirfingu á kröftugum aðalsprotum, og og gagnstæð pör á grennri, seinvaxnari sprotum. Hann er einkynja, með plöntur annaðhvort karlkyns eða kvenkyns. Þroskaðir berkönglarnir eru egglaga, 6 til 10mm langir, gljáandi svartir, og innihalda eitt fræ. Fræin dreifast þegar fuglar éta berkönglana.

TilvísanirBreyta

   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  1. http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=210000905 Flóra Kína