Juniperus drupacea, er tegund af eini upprunninn frá austurhluta Miðjarðarhafssvæðinu, frá suður Grikklandi (Parnon Oros, Peloponnese), suður Tyrklandi, vestur Sýrlandi, og Líbanon, og vex á klettóttum stöðum í 800 til 1700 m hæð yfir sjó.

Juniperus drupacea

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Barrviðarbálkur (Pinales)
Ætt: Einisætt (Cupressaceae)
Ættkvísl: Juniperus
Tegund:
J. drupacea

Tvínefni
Juniperus drupacea
Labill.
Juniperus drupacea

Lýsing

breyta

Juniperus drupacea er hávaxnasta tegund einis, 10 til 25 m hár, einstaka sinnum að 40m, og myndar keilulaga krónu, með stofn sem getur verið 1 til 2m þykkur. Nálarnar eru grænar, 5 til 25mm langar og 2 til 3mm breiðar, með tvöfaldri hvítri loftaugarák ofan til. Hann er einkynja, með plöntur annaðhvort karlkyns eða kvenkyns.

Berkönglarnir eru þeir stærstu hjá nokkrum eini, en harðir og þurrir, grænir óþroskaðir, en verða dökk-fjólubrúnir eftir 25 mánuði með fölbláa vaxhúð; þeir eru egg- til kúlulaga, 20 til 27mm langir og 20 til 25mm í þvermál, og eru með sex til níu samvaxnar hreisturflögur í 2 til 3 hvirfingum, hver hreisturflaga með lítið eitt upphækkuðum toppi. Hinar þrjár endastæðu (apiacal) hreisturflögur er hver með stakt fræ, en með fræin þrú samvaxin í staka berja-líka skel. Reklarnir eru í þyrpingu ólíkt öðrum einitegundum (5 til 20könglar saman), gulir, 3 til 4mm langir, og falla skömmu eftir að frjókornin eru fallin snemma vors.

Vegna sinna einkennandi berköngla með fræin þrjú samvaxin og reklana í klasa, hefur hann oft verið talinn til eigin ættkvíslar (Arceuthos drupacea (Labill.) Antoine & Kotschy), en erfðarannsóknir hafa sýnt að hann er nokkuð náskyldur Juniperus macrocarpa og Juniperus oxycedrus.

Tilvísanir

breyta
  • Conifer Specialist Group (1998). „Juniperus drupacea“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 1998. Sótt 12. maí 2006.

Ytri tenglar

breyta


   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.