Juniperus ashei er þurrk-þolið sígrænt tré, ættað frá norðaustur Mexíkó og miður suðurhluti Bandaríkjanna norður til suður Missouri; stærstu lundirnir eru í mið Texas. hann verður um 10 m hár, sjaldan 15m, og ver gegn jarðvegseyðingu og gefur dýrum skjól og skugga allt árið.

Juniperus ashei
J. ashei að fella frjó: þroskaður karltré til hægri, óþroskað tré til vinstri, þroskuð græn kvenkyns tré bakatil
J. ashei að fella frjó: þroskaður karltré til hægri, óþroskað tré til vinstri, þroskuð græn kvenkyns tré bakatil
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Barrviðarbálkur (Pinales)
Ætt: Einisætt (Cupressaceae)
Ættkvísl: Juniperus
Tegund:
J. ashei

Tvínefni
Juniperus ashei
J. Buchholz
Útbreiðsla Juniperus ashei
Útbreiðsla Juniperus ashei
Samheiti

J. sabinoides (H.B.K.) Nees sensu Sargent
J. mexicana Spreng
J. monticola Martinez
Sabina sabinoides (H.B.K.) Small [2]

Barrið er ljósgrænt að lit, 2 til 5 mm langt, hreisturlaga og er á rúnnuðum (ekki flötum) sprotum. Plönturnar eru einkynja, annaðhvort karlkyns eða kvenkyns. Berkönglarnir eru 3 til 5 mm langir, grænir í fyrstu, en á 8 mánuðum ná þeir fullum þroska og verða þá bláleitir. Þeir innihalda eitt til tvö ber, sem er dreift með fuglum. Karlreklarnir eru um 3 til 5mm langir, gulir, en verða brúnir eftir frjósleppingu í desember til febrúar.

Nytjar

breyta

Viðurinn er með náttúrulega fúavörn og er góður í girðingastaura. Staurar af gömlum trjám hafa enst í meir en 50 ár. Fyrir meir en 100 árum var mikið af gömlum einitrjám höggvin og notuð í girðinga og símastaura og undir lestarteina.[3]

Berkönglarnir eru fæða ýmissa dýra.[4]

Þegar Evrópubúar komu fyrst til Hill Country (Texas), sóttust þeir eftir cýprus, eik og einitrjám, vegna þess að það þau gáfu besta timbrið. Afleiðing misnotkunar á landinu og þá ekki síst skógarhöggs, var að jarðvegurinn blés í burt og eftir stóð caliche (kalk-leir). Ein fárra tegunda sem þolir þannig grýttan jarðveg er Juniperus ashe.

Bændur á svæðinu líta enn á hann sem illgresi og reyna eða eða honum. Hann vex ekki aftur af höggnum stofnum, en hin skylda tegund Juniperus pinchotii gerir það.[5]

Einir sem vex á ofbeittu landi er ungur og kröftugur, þéttur og fjölstofna, og með gunnar rætur. Þetta er öfugt við gömlu trén sem fyrstu landnemarnir fundu, en þau voru yfirleitt einstofna, sum gáfu boli að 90 sm í þvermál og 12 m langa.[6]

Tilvísanir

breyta
  1. Farjon, A. (2013). "Juniperus ashei". IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T42224A2962793. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42224A2962793.en.
  2. United States Forest Service
  3. Bray, William L., 1904. Forest Resources of Texas, U.S. Department of Agriculture, Bureau of Forestry, Bulletin No. 47. Government Printing Office: Washington D.C.
  4. Little, Elbert L. (1980). The Audubon Society Field Guide to North American Trees: Eastern Region. New York: Knopf. bls. 307. ISBN 0-394-50760-6.
  5. McGinty, Allan (18. mars 1997). „JUNIPER ECOLOGY“. unidentified. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. apríl 2009. Sótt 10. janúar 2009.
  6. Owens, M.K., R.K. Lyons and C.J. Alejandro. 2006. Rainfall partitioning within semiarid juniper communities: Effects of event size and canopy cover. Hydrological Processes 20:3179–3189.

Tenglar

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.