John Snorri Sigurjónsson

John Snorri Sigurjónsson (fæddur 20. júní 1973, látinn í febrúar 2021) var íslenskur fjallgöngumaður. Árið 2017 varð hann fyrsti Íslendingurinn til að klífa tindana Lhotse (fjórða hæsta fjalls heims) og K2 (næsthæsta fjalls heims). Hann lést árið 2021 á K2, en hann stefndi á að vera meðal þeirra fyrstu til að klífa K2 að vetrarlagi.

Fjallgönguferill

breyta

Veturganga á K2

breyta

Í janúar 2020 ætlaði John Snorri sér að verða fyrstur til að klífa K2 að vetrarlagi,[6] en þurfti að hætta við.[7]

Nepalskur hópur náði þessu markmiði í janúar 2021, en John Snorri hélt sig við áætlun sína og lagði af stað 21. janúar 2021 á K2.[8]

Þann 5. febrúar 2021 slitnaði samband við hóp Johns Snorra og var lítil von að meðlimirnir fyndust á lífi. Hópurinn samanstóð af John Snorra, Juan Pablo Mohri frá Síle og feðgunum Ali Sadpara og Sajid Ali Sadpara frá Pakistan. [9] Pakistönsk stjórnvöld töldu þá af þann 18. febrúar.[10]

Lík Johns Snorra og félaga hans fannst í 7.800 metra hæð í lok júlí. Vísbendingar voru að þeir hefðu verið á niðurleið frá toppnum. [11]

John Snorri fæddist við Ölfus.[12] Hann var kvæntur sex barna faðir.[13][14]

Hann var framkvæmdastjóri fyrirtækisins Proxima sem seldi fasteignir í Búlgaríu.[15]

Tenglar

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 Kolbeinn Tumi Daðason (5. febrúar 2021). „Enn ekkert heyrst frá John Snorra“. Vísir.is. Sótt 8. febrúar 2021.
  2. „Fyrstur Íslendinga á topp Lhotse“. Morgunblaðið. 16. maí 2017. Sótt 8. febrúar 2021.
  3. Þórunn Kristjánsdóttir (28. júlí 2017). „John er fyrsti Íslendingurinn á topp K2“. Morgunblaðið. Sótt 8. febrúar 2021.
  4. „John Snorri reynir við K2 að nýju“. Morgunblaðið. 20. nóvember 2020. Sótt 8. febrúar 2021.
  5. Kolbeinn Tumi Daðason (26. september 2019). „John Snorri fyrsti íslenski karlinn á topp Manaslu“. Vísir.is. Sótt 8. febrúar 2021.
  6. Pétursson, Vésteinn Örn. „John Snorri lagður af stað úr grunnbúðum K2 - Vísir“. visir.is. Sótt 13. febrúar 2021.
  7. „John Snorri reynir aftur við K2“. RÚV. 22. nóvember 2020. Sótt 13. febrúar 2021.
  8. „Lagðir af stað á tindinn“. www.mbl.is. Sótt 13. febrúar 2021.
  9. Þegar myrkrið skellur á er lítil von um að John finnist á lífi Vísir. Skoðað 8/2 2021
  10. John Snorri, Ali og Juan Pablo formlega taldir af Vísir, skoðað 18. febrúar, 2021
  11. Á hendi yfirvalda hvort lík Johns verði sótt Rúv, sótt 27/7 2021
  12. Sigurvin Ólafsson (19. ágúst 2017). „Hver er þessi John Snorri? „Mér finnst langbest að segja að ég sé bara einfaldur sveitastrákur úr Ölfusnum". Dagblaðið Vísir. Sótt 8. febrúar 2021.
  13. Kolbeinn Tumi Daðason (5. febrúar 2021). „Lína Móey bíður eftir að heyra frá John Snorra“. Vísir.is. Sótt 8. febrúar 2021.
  14. Erna Agnes Sigurgeirsdóttir (14. ágúst 2017). „John Snorri snúinn aftur heim á klakann“. Vísir.is. Sótt 8. febrúar 2021.
  15. „70 íslenksur íbúðareigendur í Búlgaríu“. Blaðið. 3. júlí 2007.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.