Sir John Mandeville er heiti á (líklega skálduðum) höfundi þekktrar ferðabókar frá 14. öld. Bókin er skrifuð á anglónormönnsku á milli 1355 og 1357. Hún náði miklum vinsældum og var þýdd á ýmis tungumál. Þrátt fyrir að þær upplýsingar sem fram koma í henni um fjarlæg lönd (einkum Austurlönd nær) séu bæði ótrúlegar og að stórum hluta ósannar, var hún lengi notuð sem uppflettirit. Sem dæmi má nefna að Kristófer Kólumbus var með eintak um borð þegar hann sigldi til Ameríku.

Heilsíðumynd af John Mandeville frá 1459.

Lítið sem ekkert er vitað um ferðalanginn John Mandeville, en í bókinni kemur fram að hann sé fæddur í Englandi og skrifi bókina í Liège í Frakklandi. Sá hluti verksins sem fjallar um Landið helga byggir hugsanlega á reynslu hins eiginlega höfundar. Aðrir hlutar byggja á öðrum verkum. Eitt af því sem er sérstakt við þetta rit er að það byggir ekki með beinum hætti á ferðasögu Marco Polo frá 1299.

Tenglar

breyta