Johann Georg Hiedler
Johann Georg Hiedler (28. febrúar 1792 – 9. febrúar 1857) var austurrískur malari sem opinberlega hefur verið talinn föðurafi Adolfs Hitler og var kvæntur ömmu hans. Það er þó ekki fullvíst því þau giftust ekki fyrr en fimm árum eftir fæðingu Alois, föður Adolfs.
Johann Georg og Maria Anna Schicklgruber gengu í hjónaband 1842 og varð Alois þá stjúpsonur Johanns Georgs og tók ættarnafn hans en hafði áður kallast Alois Schicklgruber. Seinna var fullyrt að Alois væri í raun sonur Johanns Georgs, getinn fyrir hjónaband, og árið 1877 fékk hann lagalega staðfestingu á því. Sagnfræðingar telja að þetta sé ekki ólíklegt en einnig hefur verið nefndur til sem hugsanlegur faðir Johann Nepomunk Hiedler, yngri bróðir Johanns Georgs, sem ól Alois upp að nokkru leyti og arfleiddi hann að vænum hluta eigna sinna. Einnig voru um tíma uppi kenningar um að gyðingur að nafni Leopold Frankenberger hefði barnað Mariu þegar hún var vinnukona á heimili fjölskyldu hans í Graz en sú tilgáta þykir nú ósennileg, meðal annars vegna þess að gyðingar voru á þessum árum útlægir frá Graz.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Johann Georg Hiedler“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 2. maí 2011.