Jean Sibelius
(Endurbeint frá Johan Sibelius)
Jean Sibelius (8. desember 1865 - 20. september 1957) var finnskt tónskáld sem samdi einkum rómantíska tónlist. Hann var fæddur Johan Julius Christian Sibelius en hóf að nota nafnið Jean (frönsk útgáfa af Johan) á námsárum sínum. Hann var frá borginni Hämeenlinna í sænskumælandi hluta Finnlands. Sibelius var undir miklum áhrifum frá rómantískri þjóðernisstefnu sem var mjög vinsæl í Finnlandi á ungdómsárum hans og er tónlist hans oft sögð mikilvægur hluti þjóðarstolts Finna. Meðal frægustu verka hans eru Finlandia, Valse Triste og Karelia svítan.