Hämeenlinna

Hämeenlinna (sænska: Tavastehus) er borg og sveitarfélag í Finnlandi með um 68.000 íbúa. Hún er ein elsta innlandsborg landsins og er 98 km norður af Helsinki og 73 km suður af Tampere.

Kastalinn.
Ráðhúsið.

Häme-kastali (Hämeen linna) er þekktasta bygging borgarinnar og er frá 13. öld. Fyrsta lestarleið landsins var lögð milli borgarinnar og Helsinki árið 1862. Hämeenlinna er einnig gömul menntaborg.

Tónskáldið Jean Sibelius fæddist þar.