Joseph William Locke (fæddur 24. september 2003) er breskur leikari frá eyjunni Mön. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Charlie Spring í Netflix þáttunum Heartstopper en fyrir það hlaut hann tilnefningu til Emmy-verðlauna. Nýjasta hlutverk Locke er í Marvel-þáttaseríunni Agatha All along.

Joe Locke
Locke árið 2022
Fæddur
Joseph William Locke

24. september 2003 (2003-09-24) (21 árs)
ÞjóðerniManverji, Breskur
StörfLeikari
Ár virkur2021–

Ferill

breyta

Í apríl 2021 var tilkynnt að Locke myndi leika aðalpersónuna Charlie Spring í þáttunum Heartstopper á Netflix. Þetta var hans fyrsta alvöru hlutverk en áður hafði hann aðeins leikið í áhugamannaleikhúsi og skólaleikritum.

Hann var valinn úr hópi 10.000 umsækjanda en haldnar voru opnar prufur fyrir hlutverk í þáttunum. Locke var 17 ára þegar hann fékk hlutverkið.

Í nóvember 2022 var tilkynnt að Locke hefði verið fengið hlutverk í Marvel-þáttunum Agatha All Along en þættirnir eru svokölluð spin-off sería þáttana Wandavision. Þar leikur Locke dularfullu persónuna "Teen".

Þann 31. janúar 2024 tók Locke við hlutverki Tobias Ragg í söngleiknum Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street á Broadway.

Persónulegt líf

breyta

Locke kom út úr skápnum sem samkynhneigður fyrir fjölskyldu sinni þegar hann var 12 ára og í kjölfarið tilkynnti hann kynhneigð sína á Instagram. Fljótlega áttaði hann sig á því að þó hann væri tilbúinn til þess koma út fyrir fjölskyldu sinni þá var hann ekki alveg tilbúinn til þess að koma út fyrir öllum öðrum og eyddi því Instagram færslunni. Hann kom síðar aftur út úr skápnum þegar hann var 15 ára.

Í ágúst 2022 kom Locke fram í myndbandi sem var sýnt á árlegri Pride hátíð á Mön þar sem hann biðlaði til stjórnvalda um að breyta lögum sem bönnuðu samkynhneigðum mönnum að gefa blóð. Í kjölfarið tilkynnti Lawrie Hooper, heilbrigðisráðherra á Mön, að ríkisstjórnin myndi endurskoða lögin.

Sjónvarp

breyta
Árið Titillinn Hlutverk Athugasemdir
2022 - Heartstopper Charlie Spring Aðalhlutverk
2024 The Great Celebrity Bake Off for Stand Up To Cancer Sjálfur / keppandinn Einn þáttur[1]
Agatha All Along Teen Aðalhlutverk

Leikhús

breyta
Árið Titillinn Hlutverk Staður
2022 The Trials Noah Donmar Warehouse
2024 Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street Tobias Ragg Lunt-Fontanne Theatre, Broadway
  1. „The Great Stand Up to Cancer Bake Off“. thegreatbritishbakeoff.co.uk. 5. febrúar 2024. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. mars 2024. Sótt 18. mars 2024.