Jinci
Jinci (eða Jin musterið) (kínverska: 晉祠); rómönskun: Jìncí) er musterisamstæða nálægt Taiyuan höfuðborg Shansi héraðs í Alþýðulýðveldinu Kína. Það er staðsett 25 km suðvestur af Taiyuan borg við rætur Xuanweng-fjalls. Jin musterið var stofnað fyrir um 1400 árum og var stækkað á næstu aldir. Í dag er fjölbreytt safn með meira en 100 höggmyndum, byggingum, veröndum og brúm.
Aðalhofið í Jinci er „Hof hinnar heilögu móður“ sem byggt var á árunum 1023 til 1032 er Songveldið ríkti (960–1279). Þar eru útskornir trédrekar vafðir í kringum átta súlur sem styðja þak byggingarinnar. Við Jin musterið er klassískur garður með 3.000 ára gömlum sýprus trjám frá tímum Zhou ríkisins. Vestur af „Hofi hinnar heilögu móður“ er musteri tileinkað guðdómnum Shuimu, en það var vatnspúki, andi eða norn af búddískum og taóískum uppruna í kínverskri goðafræði. Við hliðina á Jinci er fjölskylduhús byggt árið 1532 fyrir Wang Qiong, háttsettan embættismann á tímum Mingveldisins (1368–1644).