Jet Black Joe (breiðskífa)

Árið 1992 kom út frumburður hljómsveitarinnar Jet Black Joe. Strax það árið 1992 náði samnefnt hljómplata(CD)Jet Black Joe að seljast í gull eða ca 10.000 eintök í það heila. Lagið Rain af þessara fyrstu plötu Jet Black Joe fór strax á topp tíunda sæti flestra útvarpsstöðva á íslandi.

Einnig fékk lagið Rain af þessari fyrstu plötu Jet Black Joe að sitja á top 10 lista í nokkrar vikur á heildar úttekt útvarpstöðva á Manilla Fillipseyjum árið 1994.

Jet Black Joe fékk einnig strax góðar móttökur víða um Evrópu og var þessi hljómplata þeirra til í flestum stærri hljómplötuverslunum norður Evrópu. Hljómsveitin spilaði líka víða um Evrópu, bæði á smærri stöðum og stærri hljómlistarhátíðum eins og Mydfin festival í Danmörku og hituðu upp fyrir hljómsveitir eins og Motorhead í Belgíu, Lenny Kravitz, Robert Plant, ofl. Jet Black Joe tókst líka að fylla út að dyrum frægan tónleikastað eins og Melkweg (Amsterdam).

Einnig náði Jet Black Joe að ná athygli fjölmiðla sérstaklega í Benelux löndunum og Þýskalandi og Skandinaviu. Hljómsveitin kom fram á erlendum sjónvarpsstöðum og útvarpstöðum erlendis bæði í viðtöl og spiluðu í beinni bæði í Sjónvarpi og á útvarpi og heyrðist tónlist Jet Black Joe víða samhliða útgáfu frumburði hljómsveitarinnar.

Útgafu fyrirtæki Jet Black Joe erlendis voru ZYX music(Germany)CNR(Holland-Belgium) og Indisc Scandinavia.

Lagalisti

breyta
  1. Take Me Away
  2. Lazy Old Sun
  3. Rain
  4. Stepping Stone
  5. I'm In A Dream I'm
  6. Falling
  7. Listen To The Wind
  8. Chicks In The House
  9. Suck My Thing
  10. Big Fat Stone
  11. Coming In
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.