Japönsk rækja
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Japönsk rækja (fræðiheiti: Acetes japonicus) er rækja af ætt krabbadýra og er fremur smá rækja. Karldýrið er 11 til 24 mm og kvenndýrð er 15 til 30 mm. Hún heldur sig á leirbotnum í grunnum sjó á sumrin en á dýpra svæði á veturnar. Hún er fremur hægsynd og sest að til skamms tíma á hverjum stað og lifir mest í eitt ár.[1]
Fæða hennar er ýmis smádýr á eða við botninn en einnig setið sjálft. Hún nærist mest á næturnar en þá lyftir hún sér frá botninum og er hún þá síður veiðanleg. Stofninn sveiflast eftir ástandi lífríkis sjávar milli ára en einnig geta áhrif af mannavöldum haft áhrif.[2] Rækjan er að mestu notuð til að búa til gerjað rækjumjöl til matargerðar. Við framleiðsluna er rækjan blönduð salti og hún látin þorna í nokkra daga. Síðan er henni pakkað inn og látin vera þannig í þrjá mánuði. Frekari þurrkun er náð með því pressa hana og láta þurrt loft leika um hana. Þurrkað „kunisso“, sem mikið er notað í matseld, er framleitt úr japanskri rækju. Vökvinn, sem pressaður er úr rækjunni, er notaður til að búa til gerjaða fiskisósu. Rækjan nýtist því nálega 100%.[3]. Þótt þetta efni sé vafalaust nokkuð dýrt þegar vinnslu er lokið, er nokkuð ljóst að ekki er grundvöllur fyrir því að greiða mikið fyrir hvert kíló af hráefninu enda skipta veiðarnar þúsundum tonna.
Heimkynni og hrygning
breytaJapönsk rækja og skyldar tegundir lifa í Vestur-Kyrrahafi, frá vesturströnd Indlands til Kóreu, Japans, Kína og Indónesía. Allar þessar rækjur eru af ættkvíslinni acetes en skiptast niður í mismunandi tegundir sem allar eru kallaðar „Paste shrimp“. Norðlægustu tegundirnar er acetes japonicus og acetes chinensis.
Hryggning hjá acetes japonicus á sér stað tvisvar á ári, á vorin og haustin. Mökun á sér stað um það bil fimmtán dögum fyrir hrygningu. Algegnt að kvendýrið framleiði 6800 til 8700 hrogn en stór hluti þeirra deyr áður en rækjan kemst á legg.
Veiðar
breytaÁrið 2007 var Japanska rækjan er ein af tuttugu mest veiddu nytjategundum sjávar.[4] Þeir sem veiða mest af henni eru Kína og Suður-Kórea. Heimsafli Japanskrar rækju hefur verið um 600 þúsund tonn síðastliðinn tíu ár. Við veiðar á Japönsku rækjunni er mest notast við „Shrimp push net fishing" and „Shrimp stow net fishing“. Heimsaflinn af acetes-rækjum er talinn vera vanáætlaður þar sem mikilvægar rækjuveiðar eru þekktar í Indlandi, Bangladesh, Indónesíu, Filippseyjum og öðrum hlutum Suðaustur-Asíu. Þessi ættkvísl (acetes) er vistfræðilega mjög mikilvæg á mörgum hafssvæðum og hefur verið greind sem lykiltegund í Bohai-hafinu við Norður-Kína.[5]
Margir vísindamenn have greint frá efnahagslegu mikilvægi þessarar ættkvíslar (acetes) á svæðinu við Kína og Kóreu, meðal annars í Gula hafinu.[6] Ættkvíslin er talin mjög mikilvæg í Japan.[7] Vísindamaðurinn Omori greindi frá veiðum á svæðinu frá Gula hafinu allt til Víetnam, Tælands og Malasíu. Einnig hefur verið greint frá mikilvægi þessarar ættkvíslar við Travancore í Suðvestur-Indlandi.[8][9]. Ætkvíslin acetes er því greinilega mikilvæg fyrir efnahag fiskimanna á mjög stóru svæði í Suðaustur-Asíu.
Tilvísanir
breyta- ↑ http://www.fao.org, 2013.
- ↑ http://www.pices.int
- ↑ http://www.fao.org
- ↑ Halldórsson, 2009.
- ↑ http://www.pices.int
- ↑ Liu, China og Yoshida.
- ↑ Kemp, Kishinouye og Harada.
- ↑ Nataraj.
- ↑ http://www.fao.org, 2013
Heimildir
breyta- http://www.sealifebase.fisheries.ubc.ca Geymt 29 maí 2013 í Wayback Machine. (19. júlí 2012). Sótt 27. febrúar 2013, from http://www.sealifebase.fisheries.ubc.c[óvirkur tengill]: http://www.sealifebase.fisheries.ubc.ca/summary/Acetes-japonicus.html Geymt 30 september 2016 í Wayback Machine
- http://www.fao.org. (2013). Sótt 28. febrúar 2013, from http://www.fao.org: http://www.fao.org/fishery/species/3428/en
- Jón Már Halldórsson. „Hvaða fiskur er mest veiddur í heiminum?“. Vísindavefurinn 23.12.2009. http://visindavefur.is/?id=54681. (Skoðað 10.3.2013).
- http://www.fao.org. (e.d.). Sótt mars 11, 2013, from http://www.fao.org: http://www.fao.org/docrep/003/T0219E/T0219E03.htm
- http://www.pices.int. (e.d.). Sótt mars 10, 2013, from http://www.pices.int: http://www.pices.int/publications/scientific_reports/Report19/Rep19_part4.pdf